Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,01% í viðskiptum dagsins. Bréf Haga hækkuðu um 1,80%, Marels um 1,44% og Fjarskipta um 1,23%. Hlutabréf VÍS lækkuðu um 0,50%, en fyrirtækið birti árshlutauppgjör í dag. Velta á hlutabréfamarkaði nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna og var veltan mest með bréf VÍS, eða fyrir 654,3 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,35% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,60%, en sá óverðtryggði lækkaði um 0,28%. Viðskipti með þau bréf sem mæld eru í vísitölunni námu alls 17,5 milljörðum króna og þar af var velta með óverðtryggð bréf 14,5 milljarðar.