Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Ástralíu hækkuðu í dag og er hækkunin rakin til góðra fregna úr bandarísku efnahagslífi og ákvörðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að herða baráttuna við kreppuna.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,04% í kauphöllinni í Tókýó, í Seúl hækkaði Kospi-vísitalan um 1,19% en í Sydney urðu litlar breytingar á hlutabréfaverði. Í Hong Kong hefur Hang Seng vísitalan hækkað um 1,28%.