Hlutabréfamarkaðir í Kína hækkuðu í viðskiptum dagsins. Mörkuðum var lokað í gær eftir að viðskipti höfðu staðið yfir í samtals um 15 mínútur.

Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um 2%. Vísitalan lækkaði um 7% í gær, en eins og áður sagði var lokað fyrir viðskipti í kauphöll stuttu eftir opnun. Vísitalan hefur alls lækkað um 10% í vikunni.

Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,9% og Kospi vísitalan í Suður-Kóreu ækkaði um 0,7%. Meðaltal hlutabréfa á Nikkei hlutabréfamarkaðnum í Japan lækkaði þó um 0,4% í viðskiptum dagsins.

Fjármálaeftirlitið í Kína tilkynnti í gær að það hefði ákiveðið að fella úr gildi regluna sem lokar hlutabréfamörkuðum við of miklar lækkanir. Fulltrúi fjármálaeftirlitsins sagði að þröskuldurinn hefði verið settur og lágt og að yfirvöld í Kína muni skoða regluna frekar.