Depurðin á hlutabréfamörkuðum virðist vera að baki í bili en í nótt urðu talsverðar hækkanir á helstu hlutabréfavísitölum Asíu. Ef marka má fréttir erlendra viðskiptamiðla skýrist það öðru fremur af góðum sölutölum bandarískra smávöruverslana um helgina en Þakkargjörðarhelgin markar upphaf jólaverslunar þar í landi. Sett voru sölumet og þykja það einkar góð tíðindi í ljósi efnahagsástandsins.

Í Japan hækkuðu Nikkei og Topix vísitölurnar báðar, sú fyrrnefnda um 1,6% og Topix um 1,3%. Í Hong Kong hefur Hang Seng hækkað um 2% það sem af er degi.