Kauphöllin í Frankfurt.
Kauphöllin í Frankfurt.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Helstu hlutabréfavísitölu á evrópskum mörkuðum hafa hækkað það sem af er degi.  Franska CAC vísitalan hefur hækkað mest eða um 1,54%. Þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 1,37% og FTSE í Bretlandi um 0,95%.

Hlutabréf tóku að hækka í Evrópu í gær. Þá hækkaði Stoxx vísitalan um 1,3%. Vísitalan hefur samt sem áður lækkað um 12% í ágústmánuði. Helsta ástæða hækkunar er frétt frá seðlabanka Bandaríkjanna þess eðlist að aðilar í stjórn bankans vilji að farið verði í örvunaraðgerðir af því er fram kemur í frétt IFS greiningar.

Hækkanir voru á mörkuðum í Bandaríkjunum í lok gærdagsins. Þá hafði Dow Jones (DJIA) hækkað um 0,18%, Nasaq um 0,55% og S&P 500 um 0,23%.