Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað töluvert í verði í dag. Vonir um að vandi evruríkja verði leystur með sértækum aðgerðum hafa glatt fjárfesta í dag. Er það öfugt við þróun síðustu viku, þegar hlutabréfaverð hrundi um allan heim.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 1,5% í dag. Hækkunin er enn meiri í Þýskalandi og Frakklandi, þar sem DAX vísitalan og CAC 40 hafa báðar hækkað um rúmlega 3%. Þá benda framvirk viðskipti til að hlutabréf á Wall Street hækki við opnun í dag.

Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að stór björgunarpakki sé í undirbúningi á vettvangi AGS sem eigi að tryggja styrk evrusvæðisins.  Í honum felist að 50% af skuldum gríska ríkisins verið afskrifaðar. Einnig verði björgunarsjóður evrusvæðisins stækkaður í 2.000 milljarða evra úr 440 milljörðum evra. Samhliða verður gert samkomulag við evrópska seðlabankann (ECB) um að hann geti veitt leitt samhliða björgunarsjóðnum.