Verð hlutabréfa hækkaði við opnun markaða í Evrópu í dag. Evrópskir markaðir fylgdu þar eftir mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu, sem hækkuðu í gærkvöldi og í morgun. Þrátt fyrir að forsvarsmenn innan Evrópusambandsins, þar á meðal fjármálaráðherra Þýskalands, hafi sagt sögusagnir um stækkun björgunarsjóðs ýktar, hafa fjárfestar litið svo á að aðgerða sé að vænta.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 1,9% við opnun, DAX í Frankfurt um 3,1% og CAC-40 í París um 2,3%. Þó markaðir opni grænir eru ástand þeirra enn viðkvæmt og sveiflast mikið við fréttir sem berast.