Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag eftir umtalsverða lækkun í gær. Er hækkunin rakin til jákvæðra frétta af afkomu félaga eins og Nordea Bank og lyftuframleiðandanum Kone, auk þess sem fréttir af fasteignasölu í Bandaríkjunum voru betri en menn áttu við.

Breska FTSE vísitalan hækkaði um 0,78%, þýska DAX um 1,03% og franska CAC um 2,29%. Norræna OMX Nordic 40 vísitalan hækkaði um 1,60%.