Hækkanir voru á flestum félögum í Kauphöllinni í dag. Olíufélagið N1 hækkaði um 5,85% í dag en miklar breytingar hafa verið hjá félaginu að undanförnu. Félagið tilkynnti hagnað upp á 1,6 milljarð í síðustu viku og í framhaldi var tilkynnt um forstjóraskipti og einnig lét framkvæmdastjóri einstaklingssviðs af störfum.

Sjóvá hækkaði um 3,08% og TM um 3,40%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,76%. Velta á hlutabréfamarkaði nam rúmum tveimur milljörðum í 146 viðskiptum og velta á skuldabréfamarkaði nam rúmum 10 milljörðum í 98 viðskiptum. Fjarskipti var eina félagið sem lækkaði, um 0,37%.