Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,71% í dag og endaði í 1.478,3 stigum. Gengi bréfa TM hækkaði um 1,94%, Marels um 1,09% og Icelandair Group um 1,01%. Hins vegar lækkaði gengi Haga um 1,63% og Fjarskipta um 0,51%. Velta á hlutabréfamarkaði í dag nam 2.783,7 milljónum króna.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í 10,9 milljarða heildarviðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 2,7 ma. viðskiptum. Frá og með morgundeginum verða fasteignafélögin Eik og Reitir tekin inn í vísitöluna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 9,1 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,2 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 7,9 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 36 milljóna króna viðskiptum.