Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,45 prósent. Ekkert félag í Kauphöllinni hefur lækkað í verði. Mest hefur Nýherji hækkað, eða um 2,5%, en árshlutareikningur félagsins var birtur í gær . Marel hefur hækkað um 2,11% og fasteignafélögin Reginn og Reitir hafa einnig hækkað nokkuð.

Hækkun hlutabréfa hér á landi er í takt við stemminguna á erlendum mörkuðum. Shanghai Composite vísitalan hækkaði um 5,34% í dag og evrópska Euronext 100 vísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Mest viðskipti hafa verið í Marel það sem af er degi, eða 364 milljónir. Næstmest viðskipti hafa verið með Icelandair, eða 330 milljónir króna.