Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa í Kauphöll Nasdaq Iceland farið hækkandi. Meðal þeirra bréfa sem hvað mest hafa hækkað eru Sjóvá og Marel.

Þá hefur gengi bréfa Sjóvár hækkað um heil 3,85% í viðskiptum sem hljóða upp á tæpar 160 milljónir króna, en verð á hvern hlut í félaginu nemur þá 12,15 krónum.

Gengi bréfa Marel hefur þá einnig hækkað, eða um 2,79%. Velta með bréf Marel nemur þá einhverjum 434 milljónum íslenskra króna, og hlutabréfaverð er þá 239,5 krónur á hvern hlut. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær telur greiningardeild IFS að Marel sé talsvert undirverðlagt, eða um rúmlega 20% .

Mest velta hefur verið með bréf Icelandair Group, en gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað um 1,84% í 752 milljóna króna viðskiptum. Þá kostar hver einstakut hlutur í félaginu um 35,95 krónur.