Úvarlsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,40% í dag og endaði í 1.880,39 stigum í viðskiptum sem námu 2,7 milljörðum króna. Með þessu hefur vísitalan endurheimt stóran hluta af tapi sínu frá áramótum sem nú nemur einungis 2,81%.

Ekkert félag lækkaði í viðskiptum dagsins, en mest hækkaði gengi bréfa HB Granda, en það var um 4,24% í 176 milljón króna viðskiptum. Endaði verð á hvert bréf félagsins í 30,75 krónum.

Töluvert  meiri viðskipti voru með hlutabréf í Símanum, eða um 440 milljónir, en þau hækkuðu um 3,56% og enduðu í 3,2 krónum bréfið. Mest viðskipti voru þó með hlutabréf í Icelandair sem hækkaði um 2,03% og endaði í 32,7 krónum. Námu viðskiptin með bréf félagsins nálega þúsund milljörðum, eða 994.543.106 krónum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,3% í dag í 2,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 9,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,7% í 8,7 milljarða viðskiptum.