Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,38% í dag og stendur því í 1.741,19 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði í dag námu tæpum 3,3 milljörðum.

Bréf stórs hluta fyrirtækja hækkuðu. Mest hækkun var á bréfum Fjarskipta, þau hækkuðu um 2,86% í tæplega 292 milljón króna viðskiptum. Næst mest hækkun var á bréfum Reita fasteignafélagsins, en hlutabréfin í Reitum hækkuðu um 2,73%.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu hins vegar um 1,34%, í 352 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkuðu hlutabréf N1 lítillega.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,17%. Viðskipti með skuldabréf námu tæpum 8,2 milljörðum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 11,1 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 3,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 7,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 7,1 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,1% í dag í 0,3 milljarða viðskiptum.