*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 17. mars 2017 16:46

Hækkanir í kauphöllinni

Langflest fyrirtæki hækkuðu í verði í kauphöllinni í dag, Skeljungur og Eik sínu hæst, en Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,83%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði þónokkuð í dag, eða um 1,83% í 5,2 milljarða króna viðskiptum. Stendur hún nú í 1.761,70 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði einnig, þó hækkunin næmi ekki nema 0,04% í 2,5 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.264,94 stigum.

Skeljungur og Eik hækkuðu mest

Skeljungur hækkaði mest í virði í kauphöllinni í dag, eða um 4,51% í 159 milljón króna viðskiptum og var lokagengi bréfa félagsins 6,49 krónur.

Næst mest hækkun var á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, eða 4,10% í 394 milljón króna viðskiptum og fæst hvert bréf félagsins nú á 12,18 krónur hvert bréf.

Nýherji og TM einu sem lækkuðu

Einu tvö fyrirtækin sem lækkuðu í virði í kauphöllinni í dag voru Nýherji, og TM, en lækkunin á Nýherja voru einungis í 12,5 milljón króna viðskiptum, en hún nam 2,03% og fæst hvert bréf félagsins á 29,00 krónur.

Hitt félagið sem lækkaði í virði var Tryggingamiðstöðin, en í dag var arðleysisdagur hjá félaginu. Nam lækkunin 3,57% í tæplega 247 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 32,45 krónur hvert bréf.

 

Stikkorð: Nýherji Skeljungur TM Eik Kauphöllin Nasdaq Iceland
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is