Allar hækkanir á matvælaverði eru ekki komnar út í verðlagi og von er á frekari hækkunum, að mati Kristins Skúlasonar, framkvæmdastjóra Krónunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann telur of snemmt að áætla hvort hækkunin nái tveggja stafa tölu. Í Morgunblaðinu segir að útlit sé fyrir frekari hækkanir á matvælaverði á næstu mánuðum nema eldsneyti og önnur aðföng til matvælaframleiðslu lækki í verði.

Í nýjustu Peningamálum Seðlabanka Íslands kemur fram að gengislækkun krónunnar, sem hefur veikst um 4,5% frá áramótum, hefur ekki komið fram í innlendu matvöruverði svo neinu nemi.

Þá er bent á að verðbólguþrýstingur hefur aukist að undanförnu. Er það rakið til hækkun olíu- og hrávöruverðs á heimsmarkaði, lægra gengi krónunnar og framhlaðnari og meiri launahækkanir á spátímabili bankans. Spá bankans gerir ráð fyrir 2,8% meðalverðbólgu á árinu 2011.