Hlutabréfaafleiður í Bandaríkjunum hækkuðu snarplega fyrir opnun markaða vestanhafs í dag, eftir ræðu Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu. Í ræðu sinni sagði hann að bankinn myndi gera allt það sem þarf til þess að verja evruna.

Í Evrópu hafa allar helstu vísitölur hækkað þar sem af er viðskiptadegi. Þannig hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 1,6%, DAX vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um tæp 2% og CAC 40 vísitalan í París um 3,3%.