Eftir erfiða viku hækka hlutabréf á mörkuðum í Evrópu í verði með umtalverðum hækkunum til að mynda á Ítalíu. Hækka hlutabréf í fjármálafyrirtækjum mest en þau lækkuðu víða töluvert fyrr í vikunni. Var það út af áhyggjum af lánastöðu þeirra en nú virðist verðið vera að rétta sig af.

Elstu bankastofnanir í heimi

Hefur ítalska FTSE MIB vísitalan hækkað um 3,52%, og spænska IBEX 35 vísitalan hækkað um 2,08%. Þýska DAX 30 vísitalan hefur hækkað um 1,99% og franska CAC 40 vísitalan um 1,57%. Breska FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um 0,80% mikið vegna hækkana í fasteignageiranum og námuiðnaði.

Hækkuðu bankar og fjármálastofnanir víða í Evrópu í dag í virði, Deutsche Bank AG hefur hækkað um 2,71% meðan þriðji stærsti ítalski bankinn Banca Monte dei Paschi di Siena SpA hækkaði um 4,26%. Kom það til eftir að bankinn tilkynnti í gær að hann væri að vinna að því með bankayfirvöldum í Evrópu að minnka hlutfall lélegra lána í lánasafni sínu.

Vill evrópski seðlabankinn að þessi elsti banki heims minnki virði lélegra lána niður í 32,6 milljarða evra fyrir árið 2018 frá núverandi stöðu sem er 46,9 milljarða evra.