Helstu hlutabréfavísitölur Japans, Nikkei og Topix, hækkuðu mikið í nótt, sú fyrrnefnda um 2,72% og sú síðarnefnda um 2,42%. Þá hækkaði Hang Seng-vísitala hlutabréfamarkaðarins í Hong Kong um 1,73%.

Helstu vísitölur Evrópu hafa einnig hækkað mikið í morgunsárið. Breska FTSE100-vísitalan hefur þannig hækkað um 1,21% og þýska DAX-vísitalan um 2,3%.

Olíu- og eldsneytisverð hækkaði einnig töluvert í nótt í kjölfar frétta af loftárásum á Líbýu. Tunnan af hráolíu af Brentsvæðinu hækkaði um 1,3 dali (1,14%) og framvirkir samningar um bensín hækkuðu um 1,43%.