Wall Street
Wall Street
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Hlutabréfavísitölur hækkuðu töluvert við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq og S&P 500 vísitölurnar hækkuðu báðar um rúmlega 1,5%. Markaðsvirði bréfa hefur fallið mikið á undanförnum 4 vikum, sem rakið er til ótta við skuldavanda Evrópuríkja og Bandaríkjanna.

AP fréttastofa segir að margir fjárfestar bíði nú eftir ræðu Ben Bernanke seðlabankastjóra næstkomandi föstudag, á árlegum fundi sem haldinn er í Jackson Hole. Taldar eru líkur á að frekari skref verði stigin til þess að örva efnahaginn.

Markaðir í Evrópu hafa haldist grænir það sem af er degi og nemur hækkun á helstu vísitölum á bilinu 1,3-2,5%.