Sveiflur á hlutabréfum voru með minna móti á Wall Street í dag. Verðbil fór þó að taka við sér seinnipart dagsins, eftir að Financial Times greindi frá því að nú ræði forsvarsmenn evruríkjanna um að koma á fót tveimur mismunandi björgunarsjóðum. Slík tilhögun myndi nærri tvöfalda það fjármagn sem er til í dag til björgunaraðgerða.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% í viðskiptum í dag. Standard % Poor's 500 vísitalan bætti við sig 1,39 stigum og hækkaði um 0,1%. Nasdaq vísitalan hækkaði að sama skapi lítillega, eða um 0,2%.