Hjá Íslenskum verðbréfum var fallið frá kaupaukum eftir að reglur FME voru settar árið 2011. Einar Ingimundarson, framkvæmdastjóri ÍV, segir að mönnum hafi þótt að of mikið umstang og utanumhald fylgdi reglunum. Því hafi verið ákveðið að hafa ekki kaupaukakerfi, í það minnsta til að byrja með.

Á móti voru föst laun hækkuð en þegar reglurnar voru settar um mitt ár 2011 voru einhverjir kaupaukar þegar áfallnir. Einar tekur í sama streng og aðrir viðmælendur Viðskiptablaðsins sem telja áhrif reglanna öfug á við markmið þeirra.

Hann myndi kjósa að greiða starfsmönnum eftir árangri, rétt eins og þekkist á endurskoðunarskrifstofum, lögmannsstofum eða á sjónum. ÍV hefur ekki farið þá leið að gera starfsmenn að eigendum eins og Arctica og H.F. Verðbréf þótt það hafi komið til tals.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.