Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland, hækkaði um 0,57% í um 3,3 milljarða króna viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.678,99 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,01% og stendur nú í 1.353,60 stigum í tæplega 2,7 milljarða króna viðskiptum.

Einungis eitt félag lækkaði í virði í kauphöllinni í dag, það er Icelandair sem lækkaði um 0,63% í 252 milljón króna viðskiptum, niður í 15,75 krónur. Önnur bréf í Úrvalsvísitölunni hækkuðu. Hækkun Fjarskipta, móðurfélags Vodafone hækkaði um 4,88% í 455 milljón króna viðskiptum og fór gengi bréfanna upp í 65,60 krónur.

Næst mest var hækkun bréfa Vís, eða um 2,46% upp í 12,10 krónur, í 258 milljón króna viðskiptum, en næst þar á eftir hækkuðu bréf Sjóvá um 2,08% í 68 milljón króna viðskiptum. Lokagengi bréfanna nam 17,15 krónum.

Mest var hækkun bréfa Símans ef einungis eru tekin félög í Úrvalsvísitölunni, eða um 1,52% og náði gengi bréfanna upp í 4,00 krónur í 422 milljón króna viðskiptum. Næst mest hækkun var á gengi Eimskipa, sem hækkuðu um 1,36% í 233 milljón króna viðskiptum upp í 274,17 krónur. Mestu viðskiptin voru með bréf Marel en félagið hækkaði um 0,60% í dag og standa bréf þess í 335,00 krónur á hlutinn.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,8% dag í 3,1 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega um 0,1% í 2,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 1,9 milljarða viðskiptum.