Gengi evrunnar hækkaði gagnvart bæði dollar og jeni við opnun markaða í Asíu í nótt. Hækkunin kemur í kjölfar frétta um samkomulag leiðtoga Evrópusamabandsins varðandi aðgerðir til að stemma stigu við efnahagsvanda svæðisins. Þá lækkuðu vextir á spænskum og ítölskum 10 ára ríkisskuldabréf um 6,44 og 5,84 prósent.

Hækkun varð jafnframt á evrópskum hlutabréfamarkaði við opnun viðskipta. Breska FTSE vísitalan hækkaði um 1,75%, þýska DAX vísitalan um 2,39% og CAC vísitalan um 3,17%.