Samkvæmt samkomulagi Samtaka Atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem gert var 16. júní hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 3,5 prósentustig.

Getur farið allt í séreignarsparnað

Hækkunin kemur til í áföngum fram til 1. júlí 2018 og verður því skylduiðgjald til lífeyrissjóða samtals 15,5% frá þeim degi. Þar af eru 4 prósentustig iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

Samkvæmt samningi SA og ASÍ frá 21. janúar verður svo einstaklingum heimilt að ráðstafa, að hluta eða öllu leiti, auknu framlagi launagreiðanda í bundinn séreignasparnað í stað samtryggingar. Er það gert til að auðvelda launafólki starfslok og auka sveigjanleika.