Á milli janúar og febrúar hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 1,1%, en frá febrúar árið 2017 hefur vísitalan hækkað um 4,2% að því er Hagstofan greinir frá.

Milli janúar og febrúar á þessu ári lækkuðu sjávarafurðir um 2,4% en afurðir stóriðju hækkuðu um 5,8%. Matvæli hækkuðu svo um 0,3% og annar iðnaður lækkaði um 1,3%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur verð sjávarafurða hækkað um 4,3% en annar iðnaður lækkað um 6,3%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 13,8% en matvæli hækkað um 0,5% á sama tímabili. Útfluttar afurðir hækkuðu um 8,2% á einu ári en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands lækkuðu svo um 2,9%.