Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í morgun eftir að hafa lækkað tvo síðustu daga.

Svo virðist sem fyrirhuguð afsögn Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafi að einhverju leyti aukið tiltrú markaða og róað ástandið í bilin en síðustu daga og vikur hefur mikill titringur ríkt á mörkuðum út um allan heim vegna ofurskuldsettra ríkja innan Evrópusambandsins sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa úr.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafði það þó líka áhrif að í Kína lækkaði verðbólga í október, úr 6,1% í 5,5%.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,2%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,7% og í Kína hækkaði Shanghai vísitalan um 0,8%n.