Hlutabréfa hækkuðu á flestum stöðum í Asíu í dag. Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja hækkanir dagsins til aukinnar framleiðslu í Japan auk þess sem fjárfestar virðast binda vonir við að leiðtogafundur Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir í Brussel, muni skila góðri niðurstöðu fyrir skuldsettustu ríkir sambandsins.

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 0,4% hefur þá hækkað um 7,6% í janúar. Mest var hækkunin í Indlandi þar sem Sansex vísitalan hækkaði um 1,2% og í Hong Kong þar sem Hang Seng vísitalan hækkaði um 1,3%.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,1%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan einnig um 0,1% og í S-Kóreu hækkaði Kospi vísitalan um 0,8%. Í Ástralíu lækkaði S&P200 vísitalan hins vegar um 0,2%.