Hlutabréf hækkuðu í Asíu í morgun og að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má helst rekja hækkunina til jákvæðna hagtalna frá Bandaríkjunum auk þess sem tákn séu á lofti um bráðabirgðalausn við skuldavanda Grikklands. Það mun að sögn Bloomberg róa evrópska markaði og um leið aðra stórar markaði.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,65% en um tíma í morgun hafði hún hækkað um 2,4% og fór þannig yfir 10.000 stig í fyrsta sinn í sjö mánuði. Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,2%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 1,1% og Suður Kóreu hækkaði Kospi vísitalan um 0,9%. Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 1%.