Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hækkuðu í nótt. Nikkei hækkaði þo minnst eða um 0,1% en meiri hækkun varð á mörkðuðum annars staðar í Asíu.Hlutabréfavísitaln í Sjanghæ í Kína hækkaði um 0,86% og ASX í Ástralíu um 1,13%. Þegar um hálftími lifði af viðskiptum ú Hong Kong hafði Hang Seng-vísitalan hækkað um 1,1%.

Reiknað er með að hlutabréfavísitölur í Evrópu muni hækka í dag í kjölfar þess að evrulöndin hafa nú loks samþykkt að veita Grikkjum 130 milljarða evra neyðarlán. Framvirkir samningar með hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum bentu einnig til þess að þar myndi gengi hlutabréfa einnig hækka þegar opnað verður fyrir viðskipti seinnipartinn í dag.