Hækkun varð á Asíumarkaði í nótt. Haft er eftir sérfræðingum fréttaveitunnar Reuters að hækkunina megi rekja til vona markaðsaðila um að bandarískir stjórnmálamenn muni ná tökum á efnahagsvandanum þar í landi.

Á sama tíma lækkaði jenið gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið lægra í rúmt hálft ár. Þetta er rakið væntinga í Japan um að ný ríkisstjórn, sem valin verður í kosningum í næsta mánuði, gæti veitt notað auknar fjárveitingar inn í hagkerfið (e. stimulus cash) til að vinna á móti efnahagssamdrætti.