Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,01% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.384,27 stigum. Gengi bréfa TM hækkaði um 3,58% í dag og bréfa Fjarskipta um 2,01%, en bæði félögin skiluðu ársreikningum fyrir árið 2014 í gær. Þá hækkaði gengi bréfa N1 um 3,01%. Þá lækkaði gengi bréfa Nýherja 4,7% í afar litlum viðskiptum og bréf HB Granda um 0,26%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 2,4 milljörðum króna í dag og var mest velta með bréf Icelandair, eða fyrir 564 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA stóð í stað í dag í 9,2 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2 milljarða viðskiptum og Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 7,3 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 134 milljóna króna viðskiptum.