Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,44% í dag og endaði í 1,812 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 3,63% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um 0,72% í 829 milljóna króna viðskiptum, en verð á hvert bréf er þá 34,80 krónur. Einnig hækkaði gengi bréfa Marel, eða um 0,64% í 368 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvert bréf Marel nemur þá 236,5 krónum. Gengi bréfa Símans hækkaði þá einnig, eða um 0,85% í 141 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 3,58 krónum.

Mest lækkaði gengi bréfa N1 um 1,16% í 115 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvern hlut N1 er þá 46,8 krónur. Einnig lækkaði gengi bréfa Haga um 0,65% í 122 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut er þá 45,8 krónur.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var tæpir 1,9 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 10,9 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 1,8 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 10 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,7 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 9,4 milljarða króna viðskiptum.