Lánshæfismat bæjarfélagsins hækkar um eitt þrep í nýju mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Hækkar það því úr flokki A2 og upp í flokk A2.

Samkvæmt greiningunni er hækkunin tilkomin vegna lækkunar skuldahlutfalls og styrkingu efnahags Kópavogs. Nánar tiltekið er það vegna góðs rekstrar, góðrar eftirspurnar eftir lóðum og ágætum horfum í efnahagsmálum.

Bæjarstjóri ánægður

Ármann Kr. Ólafsson er sáttur með þessi tíðindi - og tekur hann fram í yfirlýsingu frá bænum að þessi hækkun komi ekki á óvart. Mikil áhersla hafði verið lögð á því að halda vel utan um efnhagsmál bæjarfélagsins.

Samkvæmt áætlun Kópavogsbæjar er stefnt að því að skuldahlutfall fari undir 150% 2018, en samkvæmt greiningu Reitunar ætti það að gerast strax á næsta ári. Það virðist því vera að innviðir bæjarfélagsins séu nokkuð traustir.