Alþjóðabankinn segir að mikil hækkun matarverðs víða um heim undanfarin misseri hafi stækkað hóp fátækra í heiminum um 44 milljónir á hálfu ári. Hröð hækkun matarverðs sé nú á „hættulegu stigi“.

Samkvæmt upplýsingum sem Alþjóðabankinn birti í dag hefur matarverð hækkað um 15% að meðaltali á heimsvísu á fjórum mánuðum.

Robert Zoellick, formaður stjórnar Alþjóðabankans, segir að hröðu hækkun matarverðs sé ein af ástæðum óstöðugleikans í Mið-Austurlöndum um þessar mundir, sem og í Afríku.

Bankinn kallaði saman leiðtoga 20 stærstu iðnríkja heims, G20, fyrr í vikunni til þess að ræða vaxandi vandamál vegna hraðrar hækkunar matarverðs, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í dag.