Helstu hlutabréfamarkaðir í Asíu bæði hækkuðu og lækkuðu í dag en mest var hækkunin í Kína. MSCI Kyrrahafsvísitalan stóð í stað þegar markaðir lokuðu nú undir morgun.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,2%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 1,9% og í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,8%.

Í S-Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 0,7%, í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,3% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,4%.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja hækkanir í Kína til góðrar afkomu kínverskra verktaka- og þungavinnufyrirtækja sem síðustu daga hafa ýmist birt uppgjör eða upplýsingar um sölu og stöðu verkefna síðustu mánaða.