Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu nokkuð hratt undir lok viðskiptadags vestanhafs í dag, eftir að jákvæðar fréttir frá leiðtogafundi evruríkja bárust. Dagurinn á mörkuðum hafði þangað til verið skrykkjóttur. Leiðtogarnir þykja nú nær samkomulagi um hvernig tekið verður á skuldavandanum, þó enn eigi eftir að semja við einkaaðila sem eiga skuldabréf gríska ríkisins og tilkynna um ítarleg útfærsluatriði.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,4% í viðskiptum í dag, S&P 500 vísitalan um 1,1% og Nasdaq vísitalan um 0,5%.