Gengi bréfa Icelandair hækkuðu um 17,8% í fyrstu viðskiptum í morgun, sem námu um 21 milljón króna, en eftir að viðskiptin voru komin í 45 milljónir króna nam hækkun 14,4%. Lokagengi bréfa Icelandair nam 5,68 krónum fyrir helgi, en þegar þetta er skrifað er það komið í 6,50 krónur.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun sendi félagið frá sér nýja afkomuspá sem hljóðar upp á um 4,4 milljarða króna betri afkomu fyrir árið en áður hafði verið spáð, aðallega vegna þess að kostnaður við innleiðingu Boeing 737 Max vélanna verður færð á næsta ári. Einnig hefur dregið úr kostnaðaráhrifum af kyrssetningu vélanna fyrir félagið, eða frá fyrir um 140 milljónir á fyrri hluta árs í 100 til 120 milljónir dala fyrir árið, auk þess sem bætt leiðakerfi og tekjustýring hafa skilað sér í bætri afkomu.