Dill Restaurant er fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta hina víðfrægu Michelin-stjörnu. Ragnar Eiríksson yfirkokkur segir útnefninguna gríðarlega viðurkenningu, ekki aðeins fyrir Dill heldur íslenska veitingageirann í heild sinni í samtali við Viðskiptablaðið.

Ragnar segir Michelin-stjörnuna koma til með að hafa gríðarlega mikil áhrif bæði á Dill sem og allan veitingageirann á Íslandi. Þetta er svona „game changer“ enda er orðið ljóst að Ísland er komið undir smásjá Michelin. Fólk tekur mark á þessum leiðarvísi og þarna vilja menn vera. Við munum hins vegar bara halda okkar striki og halda áfram að taka glaðir á móti gestum.“ Ragnar játar því einnig að vissulega sé þetta mikil viðurkenning fyrir hann sem matreiðslumann. „Jú, þetta er alveg æðislegt og í raun bara hálf óraunverulegt.“

Ekki eina viðurkenningin

Michelin stjarnan er langt frá því að vera eina viðurkenningin sem Dill hefur hlotið að undanförnu. Norrænu matgæðingarnir, sem gefa út White Guide Nordic leiðarvísinn, völdu þannig Dill, besta veitingastað Íslands á síðasta ári. . Frá því leiðarvísirinn var gefinn út árið 2014 hefur veitingastaðurinn Dill alltaf þótt skara fram úr á Íslandi. Í fyrra fékk hann 32 stig af 40 fyrir matargæði og 79 stig í heild (32/79). Til þess gefa einhvern samanburð þá er veitingastaðurinn Tri Trin Ned í Fredericia á Jótlandi í Danmörku í 30. sæti yfir bestu veitingastaði Norðurlanda með einkunnina 36/83.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Þegar kjarasamningar eru í höfn er mat manna á tjóninu misjafnt.
  • Sjóður í eigu eins ríkasta manns heims varð á dögunum sjöundi stærsti hluthafinn í Marel. Þetta eru hins vegar ekki fyrstu viðskipti sjóðsins á Íslandi.
  • Rætt er við Dag B. Eggertsson um uppbygginguna á Ártúnshöfða og Elliðaárvog.
  • Ferðamönnum frá Asíu hefur fjölgað mikið hér á landi að undanförnu og nýjar tölur sýna að Kínverjar eru í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem helst sækja Ísland heim.
  • Umfjöllun um úttekt Viðskiptaráðs á þeim skattabreytingum sem tóku gildi um síðustu áramót.
  • Seðlabankastjóri segir að peningastefnan hafi náð árangri.
  • Velta með afleiður hlutabréfa hefur aukist undanfarin ár en veltan með skuldabréfaafleiður hefur minnkað.
  • Umfjöllun um svokallað Brexit-lausnargjald sem ESB krefst.
  • Sjónvarpstekjur Símans og Vodafone fara vaxandi.
  • Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, er í ítarlegu viðtali.
  • Reynsluakstur á Jeep Grand Cherokee sem er jafnvígur á vegum sem vegleysum.
  • Yfirlit yfir stóru snjallsímamessuna.
  • Konto.is sem er nýtt sprotafyrirtæki á sviði reikningagerðar.
  • Viðtal við Lovísu Önnu Finnbjörnsdóttur sem tók nýverið við sem sviðsstjóri fjármálaráðgjafar hjá Deloitte.
  • Aukablaðið Fasteignir fylgir Viðskiptablaðinu á morgun.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um „óeðlilegt hjónaband“.
  • Óðinn tekur fyrir Trump.