*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 16. september 2017 14:15

Hærra álverð skilar Landsvirkjun milljörðum

Álverð hefur rokið upp það sem af er ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hækkun álverðs gæti skilað Landsvirkjun 2,5 til 3 milljörðum króna í auknar tekjur á þessu ári sé byggt á útreikningum Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings í orkumálum. Upphæðin nemur allt að tvöfaldri arð­ greiðslu Landsvirkjunar til ríkisins vegna síðasta árs, sem nam 1,5 milljörðum króna.

Ketill segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um raforkusamninga Landsvirkjunar við Norðurál og Fjarðaál megi áætla að fyrir hverja 100 dollara hækkun á tonni af áli megi áætla að það skili sér í 7-8 milljónum dollara í auknar tekjur til Landsvirkjunar eða sem svarar 740-850 milljónum króna.

Álverð hefur hækkað um nærri fjórðung það sem af er þessu ári, úr 1.700 Bandaríkjadölum á tonn af áli í um 2.100 Bandaríkjadali. Því megi gera ráð fyrir að afkoma álveranna batni á þessu ári. Álverð hafði þokast hins vegar nið­ ur á við milli 2011 til 2016, með nokkrum sveiflum þó. Meðalverð á tonni af áli var 2.398 dollarar árið 2011, en hafði fallið í 1.604 dollara árið 2016.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: álver landsvirkjun raforka ál álverð