Verðhækkun á fasteignamarkaði í kjölfar hærra fasteignamats getur skilað því að fólks sem á eignir getur tekið hærra lán út á fasteignir sínar. Á móti getur þetta valdið því að erfiðara verður fyrir fólk sem ekki á húsnæði að eignast þak yfir höfuðið.

Nýtt fasteignamat var kynnt á mánudag. Þar kemur fram að heildarmat fasteigna hækkar um 7,7% á milli ára á næsta ári.

Þetta segir Ólafur Darri Andrason, sem er yfir hagdeild ASÍ. Hann ræddi um nýtt fasteignamat á Rás 2 Ríkisútvarpsins í morgun. Þar benti hann á að húsnæðisliðurinn hafi verið ráðandi í verðbólgunni. Á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkaði um 2,4% á ársgrundvelli þá hafi hún aðeins hækkað um 1,1% ef húsnæðisliðurinn er tekinn út.

Ólafur Darri sagði að vegna þessarar stöðu þurfi stjórnvöld að efla leigumarkað og félagslegt húsnæði.