Íbúðir verkalýðsfélaga sem leigðar eru út til aðildarmanna eru undanþegnar lögum sem kveða á um að sækja þurfi um rekstrarleyfi á fjögurra ára fresti vegna útleigu íbúðanna. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja leigja íbúðir sínar út til ferðamanna þurfa að sækja um rekstrarleyfi sem kostar 24.000 krónur og tekur allt að 45 daga að fá samþykkt eins og fjallað var um í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Hafa ber í huga fyrir þá sem íhuga að leigja út íbúðir eða herbergi til ferðamanna að til viðbótar við að þurfa að sækja um rekstrarleyfi vegna starfseminnar þá hefur það í för með sér breytingu á fasteignagjöldum.

Ef íbúðir eru leigðar út í hefðbundinni leigu þá þarf að greiða hefðbundin fasteignagjöld vegna íbúðarhúsnæðis.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru greidd fasteignagjöld af íbúðum verkalýðsfélaga eins og ef um venjulegt íbúðarhúsnæði er að ræða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.