Greg Abbott, ríkisstjóri Texas-ríkis, telur að kostnaður við uppbyggingarstarf vegna fellibylsins. Að sögn ríkisstjórans gæti kostnaðurinn við uppbygginguna reynst enn hærri en í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín sem gekk yfir New Orleans árið 2015 eða um 180 milljarðar Bandaríkjadala eða því sem nemur um 18.925 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Um málið er fjallað í frétt breska ríkisútvarpsins - BBC.

Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir í kjölfar þess að fellibylurinn gekk yfir Texas og Louisiana, og berjast mörg svæði enn við eftirleik fellibylsins. Þessi hryllilegi fellibylur varð þess valdandi að 47 einstaklingar létust. Um 43.000 manns gesta nú í skýlum og geta ekki komist í húsin sín.

Framkvæmdavaldið í Bandaríkjunum hefur beðið Öldungardeild þingsins um 7.850 milljónir Bandaríkjadala í uppbyggingarstarfsemi, en ríkisstjóri Texas telur það einungis litla niðurgreiðslu. Áður hafði hann sagt að ríkið þyrfti í það minnsta 125 milljarða Bandaríkjadala í aðstoð en þurfti svo að hækka töluna, þegar afdrif hörmunganna urðu ljós.

„Katrín (e. Katarina) olli skaða upp á 120 milljarða dollara, en ef þú lítur á fjölda heimila og fyrirtækja sem verða fyrir áhrifum, þá er líklegt að kostnaðurinn verði vel yfir 120 milljörðum dollara - allt að 150 til 180 milljarða dollara,“ sagði ríkisstjórinn í samtali við Fox News.