*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 20. mars 2015 09:08

Hærri laun en minni kaupmáttur

Launavísitala hækkaði um hálft prósent milli mánaða. Kaupmáttur minnkaði hins vegar um 0,1%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala í febrúar 2015 er 500,8 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%.

Hins vegar lækkaði vísitala kaupmáttar á milli mánaða um 0,1% og stendur hún nú í 121,7 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 5,6% síðustu tólf mánuði.