Laun læknar og hjúkrunarfræðinga eru hærri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Morgunblaðið segir frá.

Regluleg laun hjúkrunarfræðinga, sem eru laun án greiðslna fyrir yfirvinnu, eru 25% hærri á Íslandi. Hjúkrunarfræðingar eru með 50% hærri regluleg heildarlaun, en þá er búið að taka inn í reikninginn greiðslu vegna yfirvinnu.

Samkvæmt greiningunni eru læknar með 30% hærri regluleg laun og 70% hærri heildarlaun en læknar á hinum Norðurlöndunum.
Í Morgunblaðinu kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi unnið greininguna upp úr upplýsingum frá hagstofum Norðurlandanna um laun lækna og hjúkrunarfræðinga á árinu 2016 en miðað var við gengi krónunnar 18. maí síðastliðins.