Hlutfall lána í vanskilum er nú hæst á Indlandi meðal stærstu hagkerfa heimsins. Þróunarlandið tók hinn vafasama titil af Ítalíu, en hlutfallið þar er nú 9,9%, samanborið við 10,3% á Indlandi. Bloomberg segir frá. Bloomberg segir frá.

Þrátt fyrir að vera komið yfir Ítalíu á þennan mælikvarða fer ástandið þó batnandi, samkvæmt seðlabanka Indlands lækkaði hlutfallið síðastliðinn desembermánuð í fyrsta sinn síðan 2015. Enn eru þó um 190 milljarð dollarar – sem samsvarar tæplega 23 þúsund milljörðum króna – í vanskilum, sem hefur haft haft fælandi áhrif á fjárfestingar þar í landi.

Ítölum – sem eins og að ofan sagði tróndu áður á toppnum með hæst hlutfall lána í vanskilum – hefur tekist að lækka hlutfallið hratt, en samanlögð upphæð slíkra lána dróst saman úr 360 milljörðum evra (tæpum 50 þúsund milljörðum króna) í 200 frá 2016 til 2018.