Sérfræðinganefnd skipuð arkitektum (e. The Height Committee of the Council on Tall Buildings and Urban Habitat) hefur úrskurðað að 1 World Trade Center  er hæsta bygging í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Nefndin hefur rannsakað hvort efsti hluti 1WTC sé í raun hluti byggingarinnar eða aðeins mastur. Niðurstaðan er sú að efsti hlutinn telst með.

Því er 1WTC 541 metri á hæð (1776 fet) en hefði verið 416 metrar á efsta hlutans.

Fyrir var Willis Tower í Chicago hæsta bygging Bandaríkjanna, eða 442 metrar  (1451 fet).