Mikið hefur verið rætt um hækkun fasteignaverðs undanfarið og á það við bæði um verð á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þeir sem eru tíðir gestir á fasteignavefum hafa mögulega tekið eftir litlu verslunarbili sem nú er boðið til sölu á Laugavegi 8; en fasteignaverð þar er með því hæsta sem gerist á Íslandi.Bilið sjálft er 21 fermetri og ásett verð er þrjátíu og tvær milljónir króna (32.000.000 kr), eða sem samsvarar ríflega 1,5 milljón króna fyrir hvern fermetra.

Hljómar eins og klikkun

Vernharð Þorleifsson, sölumaður á Lind fasteignasölu er skráður fyrir eigninni en hann segir að mikill áhugi sé á bilinu á þessu verði. „Þetta hljómar eins og klikkun, en raunin er bara önnur. Það var prufað að setja þetta inn á þessu verði, það hefur verið mikill áhugi og mikið spurt um eignina. Það kom til dæmis strax inn tilboð sem varð samþykkt.“ Vernharð segir að það tilboð hafa þó fallið á fjármögnun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, en auk þess verður fylgiritinu Úr Kauphöllinni dreift með blaðinu. Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Heimshagkerfið er milli steins og sleggju.
  • Mikil aukning hefur orðið á innflutningi.
  • Stjórnendur fyrirtækja eru bjartsýnir á komandi tíma.
  • Eignir í stýringu hjá Kviku fjárfestingarbanka jukust um 48%.
  • Umfjöllun um stjórnmálaflokkinn Pírata.
  • Fjöldi rafbíla hefur aukist um 100% á síðustu fimm árum.
  • Svipmynd af Lárusi Sigurði Lárussyni sem var nýlega ráðinn til Lögmanna Sundagörðum.
  • Ítarlegt viðtal við Árna Stefánsson forstjóra Húsasmiðjunnar.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Má Guðmundsson og Svavarssamningana.
  • Óðinn fjallar um arðgreiðslur tryggingafélaganna og skyldur lífeyrissjóða.