*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 2. apríl 2015 15:11

Hæsta hlutabréfaverð í sjö ár

Sala á fatnaði jókst í fyrsta sinn hjá Marks og Spencer í fjögur ár.

Ritstjórn
Associated Press

Hlutabréfaverð Marks og Spencer jókst um 6% og er nú það hæsta í sjö ár. Þetta gerðist í kjölfar tilkynningar um aukna sölu á fatnaði. Þessu greinir BBC frá. 

Sala jókst á fyrsta ársfjórðungi um 1,9%, þar á meðal jókst sala á kvenfatnaði um 0,7%. Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er um sölutap á fatnaði að ræða í næstum fjögur ár. Talið er að aukna sölu megi meðal annars rekja til mikillar tísku umfjöllunar á nýjustu vörum Marks og Spencer.

Sala á matvöru jókst einnig um 0,7%. Hins vegar drógst alþjóðlega sala saman um 3,8% sökum átakanna í Úkraínu og erfiðleika í rússneska efnahagslífinu segir talsmaður M&S.