Alls bárust 11 tilboð í skuldabréfaútboði Lánasýslu ríkisins á RIKB12-skuldabréfaflokknum í morgun. Samanlögð upphæð þeirra var 3,9 milljarðar króna og var 9 tilboðum tekið, um 2,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lánasýslunni.

Niðurstaðan var ávöxtunarkrafa upp á 3,4% og er það hæsta krafa í þennan flokk til þessa á árinu samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir jafnframt að stærð skuldabréfaflokksins sé orðin 47 milljarðar króna.

Meirihluti þessa flokks er í eigu erlendra aðila en ekki er ljóst hverjir tóku þátt í útboðinu í morgun.